152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[18:46]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, þetta er einmitt kjarni þess sem ég er að reyna að segja. Það getur verið rosalega erfitt að fara í allar þessar skilgreiningaæfingar og setja þetta bara inn í reglugerð þar sem algerlega óvíst er um alla útfærslu. Af því að við erum að tala að hluta til um nikótínpúðana þá er ég hérna inni á heimasíðu fyrirtækis sem er umsvifamikið á þeim markaði og þar er hægt að velja eftir bragði. Það er hægt að velja eftir ávaxtabragði og berjabragði og kaffibragði, lakkrís, mintu, sítrónu og öllu mögulegu. Svo þegar maður hakar við liðinn þar sem stendur bragðlaust þá eru tvær dollur þar, en þær skipta hundruðum á hinum staðnum. Þannig að það væri þá nánast verið að útrýma nikótínpúðum eins og við þekkjum þá í dag. Fer það ekki gegn öðru markmiði, þ.e. við vitum að það eru sumir sem nota þetta í staðinn fyrir að nota alvarlegri efni, svo sem eins og hreinlega tóbak, sígarettur og þess háttar?