152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:15]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Ég er í hópi þess hluta þjóðarinnar sem er hlynnt þessari sölu og hef sannfæringu fyrir því að ríkið eigi ekki að vera sterkur leikari á þessum markaði. En það skiptir auðvitað máli hvernig að hlutunum er staðið, að þingið og þjóðin sé ekki myrkri um það hvernig að þessu er staðið, að það sé gagnsæi og að leikreglur þjóni hagsmunum almennings. Hæstv. fjármálaráðherra talar um að verðið eitt skipti ekki öllu máli. Útgangspunkturinn á auðvitað að vera sá að hagsmunir almennings séu í forgrunni. Trúverðugleiki stjórnvalda er að veði hvað þetta varðar og þá hjálpar ekki til þegar staðið er að málum með þeim hætti að það framkallar óþarfa tortryggni í samfélaginu. Ég held því að stjórnvöld hefðu átt og ættu að geta staðið betur að þessari sölu en manni virðist því að spurningarnar eru of margar. Að því sögðu er ég hlynnt þessari sölu.