152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:20]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Forseti. Mig langar aðeins að leggja orð í belg. Hérna tók hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson til máls og gagnrýndi það að farið hefði verið í sölu Íslandsbanka í fyrra í miðjum heimsfaraldri. Ég veit ekki betur, hv. þingmaður, en sú sala hafi tekist afskaplega vel, svo vel að eftir var tekið. Þegar er talað um að þar hafi verið selt á undirverði, þá voru markmiðin bara allt önnur. Þar var verið að tryggja það að almenningur gæti eignast hlut í einum af bönkum okkar Íslendinga og þúsundir manna svöruðu kallinu og vildu taka þátt í því. Þannig að við fengum dreift eignarhald inn í Íslandsbanka sem var mjög af hinu góða. Í kjölfarið á þeirri sölu þá fengum við líka verðmiða á bankann. Hann fór á markað. Það þýðir að við fengum að vita raunverulegt virði bankans. Og hvað gerðist? Eignarhlutur ríkisins varð meiri. Þannig að ég held að allir sem komu að sölu bankans á síðasta ári og byrjuninni á þessu ferli geti verið stoltir af því.