152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

fjáraukalög 2022.

456. mál
[17:42]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að byrja á því að fara í það sem hv. þingmaður nefndi um lægstu laun og bætur. Við í verkalýðshreyfingunni höfum í gegnum tíðina lagt áherslu á hækkun lægstu launa og það hefur oft verið hækkun umfram launavísitölu, hækkun lægstu launa verið umfram launavísitölu. En bætur eru síðan látnar fylgja launavísitölu sem byggir á allt öðru en hækkun lægstu launa og í því felst gliðnunin sem verður alltaf meiri og meiri. Það er ekki verið að horfa til hækkunar á lægstu launum sem er að verða í kjarasamningum heldur er verið að horfa almennt yfir launaþróun á Íslandi sem byggir auðvitað á hækkun lægstu launa og líka hækkun hæstu launa. Þau hækka oft ekki í samræmi við hækkun lægstu launa. 25.000 kr. virka öðruvísi á 300.000 kr. en milljón, þannig að prósentan þar er ekki hin sama. (Forseti hringir.)

Varðandi skipulagsmál sveitarfélaga þá er auðvitað oft verið að breyta þar, (Forseti hringir.) þetta eru oft lítil sveitarfélög með litla umgjörð þannig að oft kemur það fram í málefnasamningi. (Forseti hringir.) En þetta ber brátt að, finnst mér, hvernig þessu er breytt núna.

(Forseti (ÁLÞ): Forseti minnir þingmenn á að virða tímann. )