152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

fjáraukalög 2022.

456. mál
[17:50]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Ég nefndi það þegar við vorum að ræða fjárlög fyrir áramót, og þegar maður sá þess hvergi stað í fjárlögum að einhver vinnumarkaðsúrræði væru til staðar, að þetta myndi ekki gerast svona bratt, enda kom á daginn að engar forsendur voru til staðar til þess að við værum að henda þessu öllu út. Að því leytinu til — ég skil ekki alveg tilganginn. Ég held að við sem sitjum í minni hluta séum alveg tilbúin til þess að ræða aukin útgjöld þar sem við sjáum að þau koma sér vel. Þess vegna hefði mér bara fundist það ágætt að hér ætti sér stað umræða um það hvað bíður okkar, eins og móttaka flóttamanna, verðbólga, hækkandi eldsneytisverð og matarverð, þannig að við værum í samtali um þessa hluti.