152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

fjáraukalög 2022.

456. mál
[18:25]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ákvað að koma upp í fundarstjórn vegna þess að nú erum við búin að vera að tala hér um ýmis mál undanfarna daga og mér þótti það sérstaklega gott að hæstv. heilbrigðisráðherra sat og hlustaði og tók þátt í umræðunni. Það gerðu einnig undanfarna daga ýmsir þeir stjórnarþingmenn sem sátu í salnum. Ég verð bara að segja að ég sakna þess í þessari umræðu að hafa ekki séð og heyrt í hæstv. fjármálaráðherra eftir að umræður byrjuðu og að heyra ekki heldur í hv. stjórnarþingmönnum vegna þess að þetta eru mikilvægar umræður sem hér fara fram og við þurfum að taka þátt í þeim en ekki vera á einhverju Íslandsmeistaramóti í þagnarbindindi.