152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[15:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvarið. Ég held að framsetningin á 74. gr. sé til mikilla bóta en ég man jafnframt eftir því á síðasta þingi að það voru rædd atriði sem gætu gert greinina enn betri án þess að til kostnaðarauka kæmi fyrir þjónustuveitendur. Ég verð að viðurkenna að ég þyrfti að fara í minnispunktana til að rifja upp í hverju það fólst. Ég beini því til hv. umhverfis- og samgöngunefndar að skoða það sérstaklega því þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta eru 10.000 kr. á mánuði hér og 10.000 kr. á mánuði þar. Þetta safnast upp í alvörutölur þegar um er að ræða, eftir skatta, peninga heimilanna. Þetta dæmi sem ég nefndi hér áðan, þetta var eflaust (Forseti hringir.) enginn ásetningur hjá fyrirtækinu. Þarna hafði bara verið keypt sama þjónustan tvisvar undir sama nafni, (Forseti hringir.) þannig að það eru örugglega ótal tækifæri til svona lagfæringa.