152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[15:51]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Í frumvarpinu sem við ræðum hér í dag er kveðið á um auknar eftirlitsskyldur Póst- og fjarskiptastofnunar og hv. þingmaður kom aðeins inn á fjármögnunina áðan, hvort búið væri að tryggja fjármagn til að sinna þessu eftirliti o.s.frv. Í því samhengi finnst mér fróðlegt að sjá, í nýkynntri fjármálaáætlun, að gert er ráð fyrir mjög skarpri lækkun útgjalda til samgöngu- og fjarskiptamála. Á fjárlögum þessa árs eru framlögin 51 milljarður en verða komin niður í 44 milljarða árið 2027. Ég vil spyrja hv. þingmann (Forseti hringir.) hvort honum sýnist, af frumvarpinu og þeim fjárlagarömmum sem unnið hefur verið með, að þessar auknu eftirlitskvaðir Póst- og fjarskiptastofnunar séu fullfjármagnaðar.