152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[15:55]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég hreinlega skil ekki hvers vegna málið hefur ekki verið framar á forgangslistanum og sett inn fyrr heldur en raunin er. En kannski er svarið við þeirri spurningu einfalt ef maður horfir á þetta þing og það síðasta samhangandi. Þetta eru sömu ríkisstjórnarflokkarnir og miðað við það hversu stjórnarflokkunum þótti lítið mál að slá þetta frumvarp af fullunnið hér á síðasta þingi þá virðist ósköp lítill áhugi og skilningur vera á þessum málum. Ég kann því miður ekki aðra skýringu í þeim efnum. Miðað við hversu litlar efnislegar breytingar eru gerðar á frumvarpinu á milli þinga er enn óskiljanlegra að frumvarpið hafi ekki verið lagt fram í heild sinni strax þegar þing kom saman og leyst þar með í rauninni heildarvandann sem fyrir lá.