152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[16:06]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar að ítreka þá beiðni til virðulegs forseta að athuga hvort hægt sé að finna hæstv. ráðherra því hún sást hér áðan en virðist hafa týnst. Spurning hvort þurfi að fá þingverðina til að leita í þinginu. Meðan verið er að leita að ráðherra held ég að það ætti líka að leita að þingmönnum stjórnarinnar vegna þess að 36 þeirra virðast einnig hafa týnst í þessari mikilvægu umræðu. Við erum að tala um innviði, krítíska innviði, sem munu hjálpa okkur að komast inn í framtíðina. Þingmenn stjórnarinnar taka ekki þátt, ráðherrar stjórnarinnar taka ekki þátt og mér er spurn, virðulegi forseti, hvort ekki þurfi að gera hlé á þessum fundi og draga þetta mál til baka fyrst enginn vill tala um það úr stjórnarliðinu.