152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[16:07]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmönnum sem hér hafa talað. Það er mjög ankannalegt að hvorki ráðherra fjarskipta, sem er háskóla- og iðnaðarráðherra og þar með fjarskipta, er ekki hér í salnum til að ræða þetta gríðarlega mikilvæga mál og það er enginn að mér skilst þingmaður frá Sjálfstæðisflokknum hérna og bara enginn stjórnarþingmaður reyndar. Það kemur mér á óvart því þetta er mál sem varðar þjóðaröryggi ekki síst og það varðar innviðina okkar. Öðruvísi mér áður brá að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki sýna þessu máli meiri áhuga en svo, ekki síst nú um stundir. Þess vegna spyr ég: Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn í þessu máli? Ætlar hann ekki að taka til máls og velta vöngum yfir því hvort við séum að taka rétt skref í þágu innviðauppbyggingar, í þágu fjarskipta og í þágu þjóðaröryggis?