152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[16:39]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég er kannski bara með eina kjarnyrta spurningu. Ég sit í umhverfis- og samgöngunefnd, gerði það ekki á síðasta þingi. Við fyrstu sýn og fyrstu yfirferð virðist mér að hér sé komið fram fullþroskað frumvarp, að það sé náttúrlega, eins og alltaf er í frumvarpi sem er hvað, 90 greinar að lengd, heilmikil vinna fram undan en að þetta sé vönduð og góð vinna sem hér liggur fyrir okkur.

Ég vildi einfaldlega spyrja hv. þingmann, af því að við erum að bera saman í þeirri vinnu sem fram undan er, hvort hann deili þeirri sýn með mér að svo sé, að þetta frumvarp sé sem sé langt gengið og að fram undan sé vinna við að snyrta það fremur en að lagfæra dramatískt.