152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[17:57]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Maður á aldrei að gefa loforð, sérstaklega ekki í ræðustól Alþingis, en ég ætla að lofa hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni því að ég mun vakta þetta tiltekna ákvæði. Ég er búin að merkja það sérstaklega inn í frumvarpið. Ég mun spyrja spyrjast vel fyrir ásamt hv. þm. Andrési Inga Jónssyni sem er Pírati og er í nefndinni, en það er ekki víst að hann sé orðinn það gegnheill Pírati að hann kunni allt þetta með netöryggi. Nú reynir á hvort svo er. En saman munum við mynda netöryggissveit stjórnarandstöðu í hv. umhverfis- og samgöngunefnd ásamt hv. þingkonu Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur sem er þingmaður Viðreisnar í nefndinni. Ég finn að við munum valdeflast við þetta.