152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[18:23]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er nefnilega þannig að um leið og við urðum tengdara samfélag þá jókst ógnin til muna. Hugsið ykkur bara ef rafrænu skilríkin ykkar hætta að virka og hvaða þjónusta það er sem þið eruð að nota daglega sem hættir þá að virka. Hugsið ykkur ef netsamband við útlönd dettur út. Þá dettur líka út öll póstþjónusta, tölvupóstþjónusta, fjarskiptaþjónusta, allt sem við erum að nota. Það er líka þannig að flestir vefir á Íslandi eru með hluta sem nýta erlenda þjónustu þannig að vefsíðurnar hætta virka. Hvað þarf þetta að standa yfir í langan tíma áður en það er búið að leggja okkur öll inn vegna þess að við erum öll orðin brjáluð af því að við komumst ekki lengur á netið? Ég spyr.