152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[18:25]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég vona að annar þingmaður í salnum hafi ekki heyrt að þetta væri þriðji fjarskiptapakkinn. Varðandi tíðnikostnaðinn þá er það auðlind sem þarf svo sannarlega að borga fyrir. En við þurfum líka að hugsa um það hvernig við nýtum þær tekjur sem fást af slíku. Ég nefndi hér áðan leiðina til að nýta þessar tekjur til að greiða niður kostnað við að setja upp fjarskipti á dreifðari svæðum, við vegina og ýmislegt annað. Mismunandi leiðir hafa verið farnar. Það hefur verið farið í uppboð. Það hefur líka verið farið í fast gjald og rétt eins og í sjávarútveginum er það náttúrlega góð spurning hvernig eigi að gera þetta. Það sem er mikilvægast í mínum huga er það hvernig við nýtum gjaldið. Það ætti síðan að stýra því hversu hátt við þurfum að hafa það.