152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[18:33]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það séu dæmi um það að úthlutun hefur verið gerð vel og eflaust líka dæmi um að hún hafi verið ógagnsæi og kannski allt of lágt verð greitt. Það hafa verið farnar mismunandi leiðir víða í heiminum þegar kemur að þessu og ég myndi svo sannarlega, fyrir þá sem sitja í umhverfis- og samgöngunefnd, skoða hvaða módel hafa virkað, hafa verið notuð hér á landi versus þau sem hafa verið notuð erlendis. Það er ekki eitthvað nýtt að selja aðgang að tíðnum og það er mikilvægt, eins og ég nefndi, að það sé ekki til eilífðar. Gott dæmi er að nú erum við eiginlega algerlega farin yfir í stafrænt sjónvarp og í mörgum löndum er t.d. verið að nýta tíðnina sem gamla analog-sjónvarpið notaði til að senda út internetbylgjur.