152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[19:07]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar til að biðja hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson að húka með mér aðeins við auðlindahornið. Samkvæmt mínum upplýsingum og þeim sem fram koma hér um frumvarpið, ég hef nú ekki alveg farið ofan í saumana á því öllu, þá sýnist mér að sú kostnaðaraukning sem áætluð er fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og úr ríkissjóði sé ófjármögnuð. Hún er ófjármögnuð samkvæmt fjármálaáætlun 2022–2026. Það er talað um hreinan útgjaldaauka upp á 165 milljónir. Það er sagt að einskiptisúthlutun tíðniheimilda geti verið 750 millj. kr. virði. Það er opnað á framsal og leigu á tíðniheimildum í þessu frumvarpi, skilji ég málið rétt, þannig að ég get ekki betur séð en að ríkissjóður dragi hér stutta stráið en gróðavonin sé öll í höndum þeirra sem fá úthlutað eða borga fyrir tíðniheimildirnar sem síðan má framselja og leigja.