152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:08]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Jú, ég er alveg sammála. Þess vegna er ég líka alveg afskaplega feginn þegar það kemur allt í einu upp í tölvunni hjá mér: Nú þarft þú að breyta um lykilorð. Af því að ef það myndi ekki birtast á skjánum hjá mér þá myndi ég aldrei breyta um lykilorð, mér dytti það ekki til hugar. Þannig að ég verð ofsalega feginn. Svo hugsa ég: Ah, er komið að því? Nú þarf ég að finna eitthvað nýtt. Og þá lendir ég í því vandamáli að ég reyni að skrifa ekki lykilorðið niður heldur reyna að muna það, þannig að þetta verður alltaf flóknara og flóknara. En kannski er það sem ég óttast mest það að einhvern daginn kemur að því að ég man ekki aðgangsorðið að tölvunni minni. Og hvað þá? Verð ég að fá einhvern sérfræðing sem getur brotist inn í tölvuna? (BLG: Þá ertu í vondum málum.) Þá er ég í vondum málum.