152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:21]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Eins og ég nefndi áðan tengi ég við margt sem hv. þingmaður er að nefna. Það er áhyggjuefni ef við teljum okkur ekki geta treyst þeim kerfum sem við búum til og eigum að getað treyst á til að verja réttindi okkar. Ég er því sammála því að það er auðvitað alger grundvallarforsenda fyrir því að við getum notið réttinda okkar að við séum meðvituð um þau og þegar hlutirnir eru orðnir of flóknir þá vitum við ekki hver réttindi okkar eru.

Ég hjó eftir því sem hv. þingmaður nefndi varðandi það að við erum kannski í daglegum störfum okkar með tölvur og tækni ekki að nota fyllilega allt sem tölvan getur gert og áttum okkur ekki á því og svo eru tölvur einmitt alltaf að verða flóknari og við vitum ekki endilega til hvers. Allt í einu þarf ég að kaupa 400.000 kr. tölvu (Forseti hringir.) til að gera sama hlutinn og 50.000 kr. tölva gerði fyrir tveimur árum síðan. En þá langar mig að benda á annað sem er líka áhugavert í þessu samhengi og það er (Forseti hringir.) að hið sama á í rauninni við um mannsheilann. Við notum bara eitthvert brotabrot (BLG: Nei. ) (Forseti hringir.) af því sem heilinn getur gert. — Nei, segir Björn Leví.

(Forseti (JSkúl): Forseti vill minna á að ræðutími í seinni umferð er ein mínúta.)