152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þar sem ég er ekki í umhverfis- og samgöngunefnd í þetta skipti ákvað ég að renna yfir þau atriði sem helst voru leiðindamál í kringum síðast og það var einmitt með þessi tæki og njósnirnar o.s.frv. þannig að ég er ekki búinn að kíkja á þann hluta sem varðar útdeilingu tíðnisviða. En ég skil vel kaldhæðnina sem er þar á bak við með tilliti til kvótakerfisins og svoleiðis. Við erum ekkert rosalega dugleg að gera þetta rétt. Mér þætti það alveg áhugavert, ætli ég skoði ekki aðeins síðar fyrir næstu ræðu hvernig útfærslan er nákvæmlega á þessu og ég spyr mig stórra spurninga um það af hverju sama kerfi er ekki notað í útdeilingu takmarkaðra gæða á öðrum vettvangi líka.