152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[21:47]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið en svo er það hin hliðin á þessu. Við erum að tala um umferðaröryggi og hvernig við getum komið í veg fyrir skaða með því að setja upp umferðarljós og alls konar stöðvunarskyldu og eitt og annað. Erum við ekki bara einhvern veginn á þeim stað í þessu öllu saman að við erum komin lengra í notendabúnaðinum sjálfum en í öryggismálunum? Sitjum við ekki bara eftir og erum við ekki að glíma við það að hafa farið fram úr sjálfum okkur í þessu, alveg eins og kálfar á vori, að nýta og njóta þeirrar tækni sem fjarskipti hafa í raun og veru getað gefið okkur en höfum gleymt því að tryggja hlutina? Er ekki staðan einhvern veginn þannig?