152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[21:48]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég verð að fá að vera sammála honum. Við erum með frábæra tækni hérna og erum með alls konar í boði en það hefur einmitt gleymst að tryggja öryggið. Við erum að nýta okkur þetta, við erum að njóta þess að nota þetta en það sem vantar einmitt upp á er netöryggið, öryggið sem felst í því að vera að nýta sér þessa tækni. Nú erum við með fullt af stórum fyrirtækjum og þótt ég segi sjálf frá þá stöndum við okkur frekar vel í nýsköpun en einhvern veginn höfum við gleymt að pæla í þessu. Er það ekki kannski bara löggjafarvaldinu að kenna? Ég verð að fá að spyrja sjálfa mig. Við setjum lögin og mælum fyrir þeim og við erum greinilega að pæla í þessu fyrst núna á löggjafarþingi okkar Íslendinga. Mér finnst það gjörsamlega fáránlegt. Þetta er rosalega mikilvægur punktur og ég vona að þetta fái að komast aðeins lengra og nái eyrum ráðherra.