152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:02]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er athyglisverð umræða. Það er einmitt með eins og t.d. að reglugerðir ráðherra eiga náttúrlega aldrei að trompa lög, bara vel orðað hjá þér. Líka þetta að frumvörp sem koma hingað eiga að vera svo vel unnin, jú, við viljum ræða efni þeirra, en við eigum ekki að bera ábyrgð á að lagfæra þau. Það á ekki að vera okkar ábyrgð, það er ekki hægt að velta þeirri ábyrgð yfir á þingið eða í rauninni á það ekki að þurfa en þingið svo sem tekur við því ef þannig er. Gagnageymdin, eins og ég segi, virkar mjög víðtæk og ég tek undir með hv. þingmanni um að ég velti því fyrir mér hver tilgangurinn sé með þessu nema það sé hreinlega við rannsókn einhverra sakamála eða eitthvað þess háttar en engu að síður sé ég ekki þörfina þar fyrir utan.