152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:30]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, ég myndi hafa áhyggjur af þessu. Eins og ég sagði í upphafi þá er ég bara leikmaður hvað þessa hluti varðar. Ég held að ef tæknifólkið sem er að útfæra þetta frumvarp geri sér ekki grein fyrir þessu — nema það sé meðvitað að það eigi að reyna að halda þessu inni, ég veit það ekki — þá ætti nefndin að taka þetta til gagngerrar athugunar. Það að vera að njósna um fólk sýknt og heilagt hugnast mér ekki. Ég myndi styðja það, ef ákvæðið er þarna inni, að það yrði tekið út. En í grunninn þá finnst mér frumvarpið sjálft jákvæð breyting af því það er haldið utan um einstaklinginn eins vel og kostur er, að mér sýnist. En það eru ákveðnir ágallar þarna eins og það hvernig stjórnvöld telja að þau geti beitt því fyrir sig að eitthvert tiltekið fyrirtæki sé að njósna. Þá hendum við búnaðinum og tökum einhvern annan. Þetta eru aðferðir sem mér hugnast ekki. Það sem hv. þingmaður nefnir hér er auðvitað eitthvað sem þarf að fara yfir og koma þá út úr frumvarpinu áður en það fer í endanlega afgreiðslu.