152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:41]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Ég geri mér svo sem ekki grein fyrir því, þetta er auðvitað risavaxið mál og við sjáum það bara stundum í símanum okkar að við erum að fá erlend símtöl, sem maður veit ekkert hvaðan koma, stundum frá Afríku, stundum einhvers staðar annars staðar frá, og það er bara verið að reyna að ná manni. Hver á að hafa eftirlit með þessu, að það sé ekki verið að ráðast á mig í gegnum símann í tíma og ótíma, alls konar símanúmer, Netflix eða Netflux þar sem er verið að senda tölvupóst um að ganga frá áskriftinni þinni, laga eitthvað, alls konar svona bull? Við sjáum þetta oft og einatt og ég er ekkert viss um að íslensk stjórnvöld nái utan um þetta (Forseti hringir.) og geti varið okkur. En viðleitnin á að vera til staðar. Við setjum umferðarlög til að reyna að koma í veg fyrir slys, (Forseti hringir.) en þau verða samt stundum. Þannig að allt svona er til bóta (Forseti hringir.) og vonandi höldum við bara áfram að taka við tilskipunum frá Evrópusambandinu.

(Forseti (LínS): Forseti vill minna hv. þingmenn á að þegar þrír þingmenn veita andsvar er tíminn í seinna andsvari ein mínúta, ekki ein og hálf eða hátt í það. )