152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:49]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa mjög svo áhugaverðu ræðu. Ég vildi óska þess að þetta andsvar væri tíu mínútur en ekki tvær mínútur. Mig langar að spyrja út í Seyðisfjörð og það sem stendur hér varðandi fjarskiptastrengi sem liggja í sjó. Hér segir að sjófarendur skuli sýna aðgæslu og gæta varúðar og það er talað um að það skuli vera mílufjórðungsbelti sitt hvoru megin við fjarskiptastrenginn og skipum bannað að leggjast við akkeri innan sömu fjarlægðar frá fjarskiptastrengjum, mega ekki veiða með netum, botnvörpu og þess háttar. Auðvitað er ráðherra veitt heimild til að veita undanþágu og svona fínerí. En ég velti því fyrir mér, því að nú er Seyðisfjörður býsna þröngur: Ef við horfum á fiskeldi, sem tekur nú drjúgt pláss og sæstreng hinum megin, hefur hv. þingmaður reiknað út hvaða hversu mikið pláss er þarna eftir til að athafna sig inni í þessum fallega og dýrmæta firði?