152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[22:52]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Nú er hv. þingmaður í hv. atvinnuveganefnd og ég velti fyrir mér þar sem er verið að ræða einmitt fiskeldi í Seyðisfirði þessa dagana, ekki í þeirri nefnd heldur fyrir austan, hvort það væri nokkuð úr vegi að um þennan tiltekna þátt yrði fjallað í atvinnuveganefnd, af því að ekki færum við sæstrenginn, varla. Og varla viljum við að skip hætti siglingum um fjörðinn. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort að fjörðurinn sé einfaldlega of þröngur til þess að geta rúmað fiskeldi til viðbótar.