Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

411. mál
[15:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú eru þau að koma hérna nokkur EES-mál á færibandi. Fyrsta málið varðar fjármálaþjónustu og er það kannski hið besta mál. Samt er ég að furða mig á því í hvaða röð þessi mál koma inn því að hvergi bólar á þingmáli um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 59/2001, um innleiðingu á tilskipun um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir farartæki. Engu að síður er hér til umfjöllunar að innleiða miklu yngri tilskipun. Tilskipun um aðgengi allra að vefsíðum var samþykkt í febrúar 2021 og átti að berast þinginu í janúar á þessu ári. Hvernig stendur á því að sú tilskipun var felld út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á meðan þessi tilskipun um fjármálaráðuneytið kemur til umfjöllunar aðeins þremur mánuðum eftir að hún er afgreidd frá EES? Hvað veldur því að þessi innleiðing fær forgang yfir innleiðingu tilskipunar sem varðar mikilvæg réttindi fatlaðs fólks, nánar tiltekið blindra og sjónskertra?

Hv. þm. Inga Sæland hefur lagt fram fyrirspurn um stöðu þessa máls en ekki hefur borist svar frá ráðherra. Ég spyr mig: Er allt sem varðar fjármál í forgangi hjá þessari ríkisstjórn? Er það sem varðar fatlaða og blinda eitthvert aukaatriði sem þarf ekki að taka á og leiða í tilskipun þó að það ætti að vera löngu komið inn?