Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

411. mál
[16:02]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég vona heitt og innilega að þeir sem eru blindir, sjónskertir eða á einhvern hátt fatlaðir séu ekki gerðir afturreka og þeirra mál séu síður sett á dagskrá en mál sem varða fjármálafyrirtæki. Ég tel að þeir aðilar sem vilja fá svör við sínum málum, hvort tilskipun um þá virki, og þar á ég t.d. við blinda og sjónskerta, telji það alveg örugglega jafn mikilvægt og jafnvel mikilvægara en þær fjármálatilskipanir sem koma nú á færibandi. Ég held líka að það hefði ekki verið neitt vandamál að hafa þessa tilskipun með.