Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

475. mál
[21:32]
Horfa

Arnar Þór Jónsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar innlegg í þessa umræðu. Ég ber virðingu fyrir því sem hér var sagt og ég get skilið að á pappírunum líti þetta vel út, eða betur út í það minnsta, að hafa fulltrúa á þessu þingi o.s.frv. En ég hvet hv. þingmann til að kynna sér framkvæmdina því að í þessum efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Það er annars vegar teorían um það hvernig þetta virkar og hins vegar er það praxísinn, þ.e. fræðin og framkvæmdin. Það er alveg kristaltært, sýnist mér, að staða smáríkja þarna inni er veikari í raun en þessar yfirlýsingar hv. þingmanns gefa til kynna.