152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

traust við sölu ríkiseigna.

[11:28]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég las frétt um það að lífeyrissjóður hefði boðið 12 milljarða í hlut en verið neitað um það, fengið bara að kaupa fyrir 3 á genginu 117 en vildi kaupa á 124. Ég taldi að þetta væri bara bull. Ég hélt að þetta væri falsfrétt. Svo heyrði ég að einstaklingar hefðu líka boðið svona. Ég spyr mig núna: Var þetta bull? Var þetta falsfrétt? Miðað við þessa kaupendur og hvernig þetta ferli fór fram þá tel ég svo alls ekki vera. Hér er sagt að það sé verið að fara illa með þingið. Það er verið að fara illa með almenning líka, allan þennan stóra hóp fólks sem missti íbúðir sínar í hruninu. Það er farið rosalega illa með þetta fólk. Haldið þið að þetta fólk muni sitja heima núna og láta þetta yfir sig ganga? Ég veit ekki hvað ríkisstjórnin er að gera en ég óttast það að hún sé að biðja eina ferðina enn um mótmæli hér á Austurvelli. Ég óttast það. Ég vona ekki. Ég vona að ríkisstjórnin taki þetta mál og skoði það ofan í kjölinn og leiðrétti ef hægt er.