152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:48]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er sú leið sem hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra taldi farsælast að fara eftir þessar athugasemdir ESA vegna tiltekinna atriða er varða þessar leyfisveitingar. Að sjálfsögðu er þar einnig verið að skýra að það séu skilyrði fyrir leyfisveitingu. Gerðar verða allar nauðsynlegar lagfæringar á umhverfismati viðkomandi framkvæmdar og lagfærða umhverfismatið mun ná alveg aftur til upphafs framkvæmdarinnar. Framkvæmdin sem gerðar eru athugasemdir við er þetta form. Þess vegna telur hæstv. ráðherra að þetta sé besta leiðin til að bregðast við niðurstöðum ESA og koma til móts við athugasemdir gagnvart forminu við þessa framkvæmd, en ekki er verið að gera athugasemdir við undanþágurnar sjálfar.