152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:49]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil þá hæstv. ráðherra sem svo að það sé mat hæstv. umhverfisráðherra að bregðast við því að Ísland hafi gerst brotlegt með þessum hætti varðandi fiskeldisstöðvarnar, þ.e. að það hafi fengist niðurstöður í kjölfar kvörtunar sem beint hafi verið til ESA vegna veitingar á rekstrarleyfum til bráðabirgða og veitingar á tímabundnum undanþágum frá starfsleyfi til rekstursins. Ísland er talið brotlegt og bregst við því, við þessum brotum, með því að veita brotunum lagastoð. En er það það sem hæstv. umhverfisráðherra er að gera með þessu frumvarpi?