152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[13:51]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er mjög mikilvægt að við lærum af því sem gerðist þarna fyrir, það eru komin þrjú ár síðan, er það ekki? Og gætum þess að þau mistök sem gerð voru þá verði ekki endurtekin og öðlist í raun varanlegt gildi með lagaákvæðum sem festa þá í sessi þessa framkvæmd, þessar reglur sem fela í raun í sér að farið er fram hjá meginreglum EES-réttar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Ég treysti því að þingheimur geti sameinast um það hér og að gerðar verði mjög veigamiklar breytingar á þessu frumvarpi.