152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[15:44]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör og taka undir með honum. Mig langar til að spyrja hann hvort hann deili þeirri skoðun með mér að það að lögfesta með þessum hætti reglur, um að gilt umhverfismat geti einhvern veginn beðið þar til eftir að leyfi eru veitt og allt farið af stað, hljóti einmitt að grafa undan þessum þætti, ekki bara reglunum um umhverfismat framkvæmda heldur líka sjónarmiðum um þátttökurétt almennings og réttinn til endurskoðunar ákvarðana sem hafa talsverð umhverfisáhrif.