152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:18]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Maður hefur í aðra tíð ekki upplifað ferli þar sem einn hlutur rekur annan og atburðirnir einhvern teiknast upp sem þvílíkt raðklúður. Við erum að tala um sölu á eign íslensku þjóðarinnar í banka og það á ekki að rannsaka það. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að fjármála- og efnahagsráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirrita samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutans. Upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru hins vegar aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið samkvæmt því þannig að það liggur bara beint fyrir að einhvers staðar var brotalöm, annaðhvort braut ráðherra lög eða Bankasýslan og auðvitað þarf að rannsaka þetta, herra forseti.