152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:31]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér hefur komið fram hjá þeim sem hafa komið upp að við óskuðum eftir því að Alþingi færi fram á rannsókn á málinu. Ríkisendurskoðun er undirstofnun og eftirlitsstofnun Alþingis og við felum henni verkið en því miður hafa margir komið upp og vantreyst stofnuninni til þess. Við höfum talað um að við viljum láta velta við öllum steinum og höfum óskað eftir því og ég treysti ríkisendurskoðanda til þess að ef þeir telja sig ekki hafa fullar heimildir til að kalla inn allar upplýsingar þá skili þeir málinu til okkar aftur með beiðni um að rannsaka það enn frekar. Við höfum sagt það ítrekað að við viljum láta rannsaka málið og mér finnst alveg ótrúlegt þegar þingmenn koma upp hver á fætur öðrum og halda öðru fram. Á þessum fundi áðan hjá okkur þingflokksformönnum kom fram að við vildum kalla stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd saman sem myndi þá vinna samhliða að því að við undirbyggjum að þetta færi í frekara ferli. Því var hafnað. Við höfum virkilega sagt (Forseti hringir.) að við viljum — ef það kemur eitthvað „hint“ frá ríkisendurskoðanda þá vil ég ganga lengra.