152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:37]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp af því tilefni að einhverjir þingmenn hafa verið að ráðleggja mér hvernig ég eigi að stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ég ætla að taka það fram hér úr þessum ræðustól að formaður nefndar hefur dagskrárvald í nefnd. Þannig er það. Ég var að lesa á netinu að Ríkisendurskoðun hefur orðið við beiðni hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra og hyggst skila skýrslu í júní samkvæmt beiðni ráðherrans og verður hún þá tekin fyrir í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hvað gerist þangað til kemur í ljós, forseti.