Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[19:49]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Varðandi málsmeðferðina í nefndinni: Já, mér var mikið í mun að við stæðum við þann tíma sem óskað var eftir að við ynnum innan og við fengum einu sinni einhvern smáfrest. Efnahags- og viðskiptanefnd skilaði talsvert seinna og ef mér hefði verið kunnugt um að svo væri hefði ég er sannarlega líka tekið lengri tíma í fjárlaganefnd. En mér var í raun ekki kunnugt um það fyrr en það var yfirstaðið og við vorum búin að klára okkar vinnu. Það er ekki eftiráspeki en ég held að við hefðum haft gott af því að hafa lengri tíma og kannski getað dýpkað aðeins umræðuna. Jú, það er alltaf vandkvæðum bundið þegar einhver selur tengdum aðila, hvort sem það eru söluaðilar, eins og við heyrum um hér, eða ekki, og svo er það auðvitað þetta með að selja tengdum aðila eins og föður sínum. Það er sannarlega eitthvað sem er, að mínu mati a.m.k., á gráu svæði, skulum við segja.