Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[19:52]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski þetta sem við erum að tala um og fólk geynir á um hérna. Mér finnast t.d. lögin um Bankasýsluna, söluhlutinn, ekki næg. Mér finnast þau ekki taka nógu vel utan um þetta. Við deilum um það hér. Ég skildi armslengd ekki þannig á sínum tíma; þegar þessi lög voru sett þá skildi ég það ekki þannig að það næði einungis utan um daglegan rekstur. Ég skildi það líka með þeim hætti að það væri einmitt til að koma í veg fyrir öll pólitísk afskipti. Ég veit það ekki, ég er ekkert viss um að ef ég væri fjármálaráðherra hefði ég viljað fara yfir hvert og eitt tilboð. Það er því miður þannig, alveg sama hvort við viljum vera fagleg eða ekki, að í slíkri stöðu er ævinlega sett pólitískt mat á það sem þú ert að gera. Það er bara þannig. Ef Bjarni Benediktsson, hæstv. fjármálaráðherra, hefði farið yfir hvert og eitt tilboð og óskað eftir, eins og hv. þingmaður hefur komið hér inn á áður, einhverjum viðbótarupplýsingum eða eitthvað slíkt — ég hugsa að við stæðum líka hér og ræddum um það að hann væri vanhæfur í því sem hann væri að gera.