Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[21:35]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og get sagt það að ég er eindreginn stuðningsmaður þess að við losum um það mikla fjármagn sem ríkið á í bönkunum og færum það einmitt í það að minnka skuldir hjá ríkinu til þess að við höfum aukið fjármagn til að setja í þau góðu og gildu verkefni sem ég held að við gætum sameinast um, ég og hv. þingmaður. Ég verð að minna hv. þingmann á það, og ég held að hann þekki það svo sem líka ágætlega, að frá bankahruni sem hann nefndi höfum við farið í gegnum þetta þing með hátt í 30 lagafrumvörp sem hafa öll gengið út á að bæta regluverk í kringum bankastarfsemi á Íslandi. Regluverkin eru algerlega jafn ströng og þau gerast á Evrópska efnahagssvæðinu og við höfum jafnvel gengið enn lengra til að tryggja okkur hér á landi með þennan litla gjaldmiðil. Að segja að staðan núna sé með sama hætti og hún var á sínum tíma þegar bankarnir voru einkavæddir er auðvitað alls ekki rétt.

Hitt sem mig langaði að spyrja hv. þingmann út í, vegna þess að þingmaður úr Flokki fólksins, hv. þm. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, talaði einmitt um mikilvægi þess að aðskilja fjárfestingarstarfsemi og einkabankastarfsemi og jafnvel um eitthvað sem heitir samfélagsbanki. Mér finnst þetta ofboðslega áhugaverðar pælingar og umræður. Ég er ekki sammála þessu og í ljósi þess að hv. þingmaður var að færa rök fyrir því að við ættum ekki að selja bankana vegna þess að það væru væntar arðgreiðslur en viðurkennir þó með réttu að það sé ekki hægt að reikna með sömu arðgreiðslum og verið hafa á síðustu árum. Hvernig er í rauninni hægt að færa rök fyrir því að það sé skynsamlegt fyrir ríkið að taka þá fjármuni sem ríkið sannarlega á núna í bönkunum og t.d. því sem eftir stendur í Íslandsbanka og er töluvert mikils virði og umbreyta því eitthvað sem kemur ekki með fjármuni inn í ríkissjóð eins og samfélagsbanka? Með hvaða hætti erum við þá að standa vörð um ríkissjóð og eignir ríkissjóðs