Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er nú oft þannig að þegar gengið er í hlutina, þegar þeir eru framkvæmdir, þá koma brotalamir í ljós, stundum líka styrkleikar, en í þessu tilfelli myndi ég segja brotalamir. Þess vegna finnst mér ekkert flókið að standa hér og segja að fara þurfi yfir þau lög og þær aðferðir sem við höfum komið okkur upp við að selja ríkiseigur vegna þess að það þarf svo sannarlega að gera betur. Það er kannski ágætt að ég geti notað síðustu sekúndurnar af þessu andsvari til að segja að í huga okkar í VG kemur ekki til greina að selja meira út úr þessum banka fyrr en búið er að fara kirfilega yfir þetta mál, búið að fá svar við spurningum. (Forseti hringir.) Ég tel nauðsynlegt að breyta regluverkinu eins og hefur verið boðað að verði gert innan einhvers tíma.