Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það liggur fyrir. Hæstv. fjármálaráðherra sagði hér í dag að hann hefði fengið heildarupphæðina, hann hefði fengið fjöldann á kaupendunum. Það hefði átt að klingja viðvörunarbjöllum. Ég var ekki að halda því fram að lög væru endilega brotin. Sá möguleiki er uppi að hann hafi séð listann og vitað hverjir voru þar og þá er hann auðvitað sekur um frændhygli, í það minnsta. Ef hann hefur ekki séð þær augljósu vísbendingar sem voru um það að útboðið væri að taka aðra stefnu en kynnt hafði verið hér og fyrir honum — ef hann hefur ekki gert það, ef hann hefur skrifað undir án þess að spyrja nokkurra spurninga — þá er það vanræksla. Ekki rétt, hv. þingmaður?