Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[23:54]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég stend bara við það sem ég sagði í ræðu minni, ég treysti Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitinu til að rannsaka þá þætti sem embættin hafa þegar fengið til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að hefja rannsókn á ákveðnum þáttum og er með stjórnsýsluþáttinn til sérstakrar skoðunar og já, ég túlka það þannig að það sé réttur farvegur og að sú rannsókn og könnun sé í góðum farvegi.