152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:32]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra hefur gert mjög rækilega grein fyrir því að hún hafi varað við þeim farvegi sem bankasalan fór í, hafi varað við tilboðsfyrirkomulaginu. Ég hélt í einfeldni minni að þingmenn Framsóknarflokksins tryðu þeim orðum hennar. Mér sjálfum dettur ekki í hug að hún sé að skrökva þegar hún heldur þessu fram í fjölmiðlum. Mér kemur því dálítið á óvart að hv. þingmaður treysti sér einhvern veginn ekki til að ganga út frá því sem vísu að ráðherra í hennar flokki sé að segja satt í fjölmiðlum. Ég spyr þá bara aftur: Gengur hv. þingmaður ekki út frá því svona almennt að ráðherrar Framsóknarflokksins séu að segja satt þegar þeir veita viðtöl um mál?