Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:36]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég tel í rauninni að Fjármálaeftirlitið og Ríkisendurskoðun geti skoðað stjórnsýslulega framkvæmd málsins og hvað gerðist og það er það sem mér finnst mikilvægt að við skoðum og komumst til botns í. Að sjálfsögðu tel ég að þeir hafi þær heimildir sem þarf til að skoða þetta tiltekna mál. Það að vísa alltaf í hvað gerðist með rannsóknarnefnd Alþingis hvað varðar bankahrunið, mér finnst það töluvert meira og stærra mál enda voru það margra ára atburðir sem þar voru undir og þurfti að fara grundigt ofan í. Ég er ekki að segja að það þurfi ekki að fara grundigt ofan í þetta mál. Við þurfum að fara alveg niður á botninn og sjá hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum öll tekið betri og upplýstari umræðu um það sem átti sér stað, tekið umræðuna út frá því.

En svo langar mig á móti að taka umræðuna á einhverjum öðrum vettvangi við hv. þingmanni um það hvert raunverulegt hlutverk rannsóknarnefnda Alþingis er og hvernig við ætlum að nýta þær til framtíðar.