Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú erum við með dæmi um fleiri tilfelli þar sem rannsóknarnefnd hefur verið að störfum og í rauninni mun smærri í sniðum, t.d. rannsóknarnefnd varðandi Íbúðalánasjóð. Það er eitthvað sem maður hefði haldið að Ríkisendurskoðun gæti dekkað alveg alein, ein stofnun, Íbúðalánasjóður, en það var rannsóknarnefnd sem fór í það. Þetta er tvímælalaust stærra en Íbúðalánasjóður. Þarna erum við með ráðuneytið og ráðherra. Við erum með Bankasýslu og við erum með ráðgjafa og söluráðgjöf og alla sem koma að sölunni þar. Það er ansi viðamikið verkefni. Að sjálfsögðu ekki eins viðamikið og rannsóknarskýrsla Alþingis um fall bankanna en stærra en skýrslan um Íbúðalánasjóð myndi ég halda. Þannig að ég spyr einfaldlega aftur: Ná Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið utan um öll þau atriði sem þarf að skoða í þessu máli?