152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:43]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það getur verið að ég hafi misskilið hv. þingmann. Mér fannst hún ýja að því í ræðu sinni að rannsóknarnefndir þingsins væru jafnvel verri að því leyti til að þær væru pólitískar. Var hv. þingmaður þá að meina að þær væru almennt pólitískar í niðurstöðum sínum? Það væri ágætt að fá það sjónarmið fram.

Mig langar síðan að spyrja hv. þingmann að öðru. Okkur hefur orðið tíðrætt hér um orð hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra. Ég ætla ekki að spyrja nákvæmlega út í það sem hún hefur sagt opinberlega. Hvað hefur hún sagt innan Framsóknarflokksins? Þá er ég ekki bara að tala um þingflokkinn. Hvernig hefur hæstv. ráðherra beitt sér í þessum málum og komið sjónarmiðum sínum til skila? Hefur hæstv. ráðherra komið sjónarmiðum sínum og efasemdum um framkvæmd sölunnar til skila til Framsóknarfólks, hvort sem það er í þingflokki eða ekki? Er alveg skýrt að þessi sjónarmið ráðherrans hafi endurómað innan flokksins, í það minnsta áður en þau voru send út á við og til almennings?