Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[01:44]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þeir annmarkar sem ég sé helst og þær tvær spurningar sem ég beið eftir að fá að spyrja Bankasýsluna um nú í morgun voru annars vegar þetta sem ég nefndi áðan um lágmarksfjárhæð. Ég get ekki ímyndað mér annað en sú hugmynd hafi alla vega vaknað hjá Bankasýslunni, og þeir hafi velt því fyrir sér, hvort ástæða væri til að leggja til lágmarksfjárhæð eða ekki. Í ljósi þess að það varð niðurstaðan að gera það ekki, hver eru þá rökin fyrir því? Hinn annmarkinn, sem mér finnst augljós, er varðandi það að þeir töldu að ekki ætti að birta lista. Það voru þeirra fyrstu viðbrögð að telja að listinn ætti ekki erindi, ekki til fjármálaráðherra og ekki fyrir almenning. Mig þyrstir í að vita hvort Bankasýslan hafi fengið þessa spurningu frá söluaðilum fyrir útboðið og hvernig þeir hafi þá svarað því. Þetta eru þeir tveir helstu annmarkar sem ég hef séð en þeir gætu verið fleiri. Þess vegna er svo nauðsynlegt að eiga þetta samtal við Bankasýsluna.