Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[02:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Það var ekki tími til að klára þetta áðan svo ég ætla bara að klára þetta núna. Að sjálfsögðu er ekki allt svo slæmt að ekki sé eitthvað smá gott, a.m.k. hafa stjórnarþingmenn verið að taka þátt í umræðum og halda ræður og koma í andsvör. En það vantar ráðherra sem er að flytja skýrsluna. Þátttaka stjórnarþingmanna hefur annars verið nokkurn veginn til fyrirmyndar. Ég myndi segja að hún væri ásættanleg í svona umræðu. Áfram svoleiðis en meiri ráðherra, takk.